Hoppa yfir valmynd
17. febrúar 2014 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Frumvörp tengd jafnrétti til umsagnar

Lagasafn
Lagasafn

Velferðarráðuneytið birtir hér til umsagnar drög að eftirfarandi þremur lagafrumvörpum; 1) um stjórnsýslu á sviði jafnréttismála, 2) um jafna meðferð óháð kynþætti eða þjóðernisuppruna, og 3) um jafna meðferð á vinnumarkaði.

Fyrsta frumvarpið lýtur að skipulagi þeirrar stjórnsýslu sem lögð er til að gildi á sviði jafnréttismála. Gert er ráð fyrir að ein stofnun annist stjórnsýslu á þessu sviði. Verkefni hennar verða á sviði jafnréttismála í víðum skilningi og lúta jafnt að jafnrétti kynjanna sem og jafnri meðferð óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð eða kynvitund.

Heiti nýrrar stjórnsýslustofnunar á sviði jafnréttismála sem fyrirhugað er að koma á fót hefur ekki verið ákveðið. Áhugasömum er boðið að koma með tillögur að nafni á nýrri stofnun. Þau nöfn sem nefnd hafa verið í þessu samhengi eru; Jafnréttisstofnun, Umboðsmaður jafnréttismála og Mannréttindastofa, en aðrar hugmyndir eru vel þegnar.

Frestun til að skila umsögnum um frumvörpin rennur út 28. febrúar næstkomandi.

Umsagnir skal senda ráðuneytinu á póstfangið [email protected]. Í efnislínu þarf að standa: ,,Umsögn um frumvörp tengd jafnrétti.“

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum