Hoppa yfir valmynd
19. desember 2015 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Styrkir úr þróunarsjóði innflytjendamála 2015-2016

Styrkir úr þróunarsjóði innflytjendamála 2015-2016

Innflytjendaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki úr þróunarsjóði innflytjendamála. Tilgangur sjóðsins er að efla rannsóknir og þróunarverkefni á sviði innflytjendamála með það að markmiði að auðvelda gagnkvæma aðlögun innflytjenda og íslensks samfélags. Að þessu sinni verður sérstök áhersla lögð á eftirfarandi viðfangsefni:

Rannsóknar- og þróunarverkefni sem leggja áherslu á mannauðinn sem býr í innflytjendum og þann styrk sem innflytjendur færa íslensku samfélagi og rannsóknar- og þróunarverkefni sem stuðla að virkri þátttöku innflytjenda í samfélaginu og auka sýnileika þeirra.

Önnur rannsóknar- og þróunarverkefni koma einnig til álita.

Styrkir verða veittir félögum, samtökum og opinberum aðilum og eru félags- og hagsmunasamtök innflytjenda sérstaklega hvött til þess að sækja um. Einstaklingum verða að jafnaði einungis veittir styrkir til rannsókna. Til ráðstöfunar eru 10 milljónir króna. Styrkir geta numið að hámarki 75% af áætluðum heildarkostnaði verkefnis. Unnt er að sækja um bæði á íslensku og ensku.

Umsóknarfrestur er til og með 22. janúar 2016. Vakin er sérstök athygli á að umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi á eyðublaðavef Stjórnarráðsins (minarsidur.stjr.is).

Vísað er á nánari upplýsingar um þróunarsjóðinn á vef velferðarráðuneytisins, meðal annars reglur þróunarsjóðs innflytjendamála með nánari upplýsingum um skilyrði fyrir styrkveitingum. Einnig er bent á framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda.  

Nánari upplýsingar fást í velferðarráðuneytinu í síma 545 8100545 8100 og með tölvupósti á netfangið [email protected]. Trúnaðar er gætt við meðferð allra umsókna.

Velferðarráðuneytinu, 19. desember 2015

 

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum