Hoppa yfir valmynd

Öruggur gagnaflutningur

Dómsmálaráðuneytið hefur tekið í notkun lausn til að tryggja öruggan gagnaflutning milli stofnana réttarvörslukerfisins. 

Hér er hægt að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum og fá yfirlit yfir aðila sem taka þátt í gagnasamskiptum við stofnanir réttarvörslukerfisins.

Lausnin virkar þannig í stuttu máli:

  1. Sendandi skráir sig inn með rafrænum skilríkjum og hleður inn gögnum. Gögnin geta verið eitt skjal eða mörg skjöl, einnig textaskilaboð.
  2. Sendandi velur móttakanda (einstakling) eða móttökuhóp hjá viðkomandi stofnun.
  3. Gögnin eru dulrituð og vistuð í gáttinni.
  4. Móttakandi eða meðlimir móttökuhópa fá tölvupóst með skilaboðum um að þeir eigi gögn í gáttinni og slóð til að sækja gögn.
  5. Móttakandi eða meðlimir móttökuhópa smella á slóðina, skrá sig inn með rafrænum skilríkjum og sækja gögnin.
  6. Gögnunum er eytt úr gáttinni um leið og þau hafa verið sótt.

Helstu eiginleikar:

  • Leynd gagna er tryggð.
  • Örugg dulritun á gögnum.
  • Allir með íslenska kennitölu geta móttekið gögn.
  • Varið með rafrænum skilríkjum.
  • Rekjanleiki - hægt að sanna móttöku.
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum