Hoppa yfir valmynd

Yfirlit yfir ríkisfyrirtæki

Í þessum kafla er stutt yfirlitskynning á ríkisfyrirtækjunum sem flokkuð eru í A3-, B- og C-hluta ríkissjóðs skv. hagskýrslustöðum. Fyrirtækin eru sett fram í stafrófsröð óháð flokkun þeirra. Í yfirlitinu eru tilgreind markmið ríkisins með eignarhaldinu og hlutverk fyrirtækisins skilgreint. Einnig er gerð grein fyrir stefnu fyrirtækisins og markmiðum þess í umhverfis- og samfélagsmálum. Kynjahlutföllum starfsmanna og lykilstjórnenda eru gerð skil ásamt töflu og myndum með lykiltölum úr rekstri. Frekari upplýsingar um starfsemi fyrirtækjanna er að finna í ársskýrslum fyrirtækjanna á heimasíðum þeirra.

Útreikningar fyrir yfirlitstöflu fyrirtækja 

Rekstrarreikningur fjármálafyrirtækja:

  • Tekjur samtals = Hreinar vaxtatekjur + þjónustutekjur + aðrar rekstrartekjur + þjónustusamningur
  • Þar sem:
  • Hreinar vaxtatekjur = Vaxtatekjur – vaxtagjöld +/- hrein virðisbreyting útlána og krafa
  • Gjöld eru reiknuð án afskrifta.

Rekstrarreikningur annarra fyrirtækja:

  • Tekjur samtals = Þjónustutekjur + aðrar rekstrartekjur + þjónustusamningur
  • Gjöld eru reiknuð án afskrifta 
  • EBITDA = Tekjur samtals – gjöld samtals

Sjóðstreymi annarra fyrirtækja:

  • Fjárfestingar = Varanlegir rekstrarfjármunir + óefnislegar eignir

Kennitölur:

  • EBITDA hlutfall = EBITDA / Tekjur samtals
  • Skuldahlutfall = Heildarskuldir / Heildareignir
  • Hagnaðarhlutfall = Hagnaður (-tap) / Tekjur samtals
  • Arðsemi eigin fjár = Hagnaður (-tap) / Eigið fé
  • Eiginfjárhlutfall = Eigið fé / Heildareignir
  • Eiginfjárhlutfall (CAD) er fengið úr ársreikningum fyrirtækjanna
  • Veltufjárhlutfall = Veltufjármunir / Skammtímaskuldir
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum